Innlent

Ekki kunnugt um njósnir - eftirlitssveit samt starfrækt

Utanríkisráðuneytinu er ekki kunnugt um að bandaríska sendiráðið njósni um Íslendinga líkt og hefur gerst á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins til Vísis.

Forsagan er sú að sjónvarpsstöðin TV2 í Noregi upplýsti fyrir helgi að Bandaríkjamenn höfðu njósnað kerfisbundið um Norðmenn í Osló.

Fram kom að njósnað hefði verið um fleiri hundruð Norðmenn í Osló á undanförnum tíu árum.

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hefði fundað með ríkislögreglustjóra og farið þess á leit við hann að kannað yrði hvort Bandaríkjamenn hefðu fylgst með ferðum almennra borgara við sendiráðið á Laufásvegi.

Utanríkisráðuneytið kannaði málið í dag og segir í svörum frá ráðuneytinu að engar upplýsingar hefðu fundist um slíkt né upplýsingar um samráð við ráðuneytið um slíka starfsemi.

Fram kom á RÚV að Bandaríska sendiráðið í Reykjavík viðurkenndi að eftirlitssveit, eins og þær sem vakið hafa grunsemdir á Norðurlöndum um helgina, sé starfrækt á Íslandi.

Tilgangurinn sé að hafa eftirlit með nánasta nágrenni sendiráðsins samkvæmt frétt RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×