Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost Valur Grettisson skrifar 8. nóvember 2010 20:15 Patric og Whoopi í ódauðlegum hlutverkum sínum um lífið og dauðann. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. Sjálfur sagðist Jón stoltastur af því að hafa náð að tækla vandamál Orkuveitunnar Reykjavíkur. Jón hefur legið undir harðri gagnrýni og þá fyrir að vera beinlínis óhæfur í starf sitt. Hann hnýtti sérstaklega í Sjálfstæðisflokkinn í viðtalinu og vildi meina að flokkurinn væri klofinn í gamlan og nýjan flokk. „Samstarfið hefur gengið mjög vel við þann nýja en ekki þann gamla," sagði Jón og bætti við: „Gamli flokkurinn finnst mér eins og Patrick Swayze í Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn." Jón vitnaði þarna í kvikmyndina Ghost sem fjallar um mann sem deyr frá konunni sem hann elskar. Í fyrstu gerði sögupersónan sér ekki grein fyrir því að hann væri látinn. Að lokum rambar persónan á miðil sem hann fær til þess að aðstoða sig. „Besti flokkurinn er þá dálítið eins og Whoopi Goldberg," sagði Jón en sú leikkona lék miðilinn sem starfar sem svikahrappur þar til hún heyrir óvænt í hinum látna Swayze og miðlar skilaboðum til ástkonu hans. Spurður út í umdeilt viðtal á RÚV, þar sem hann var álitinn hafa svarað af fákunnáttu um niðurskurð Orkuveitunnar í ljósi fjögurra milljarða króna hagnað fyrirtæksins á síðasta ári, sagði Jón að hann hefði verið nýútskrifaður af spítala gegn læknisráði þegar viðtalið var tekið. „Ég var illa áttaður og átti erfitt með að svara þessu," sagði Jón og bætti við að hann hefði að auki talið að viðtalið ætti að snúast um eitthvað allt annað þegar það var tekið. Hann bætti við að svarið væri að Orkuveitan skuldaði 250 milljarða og hagnaðurinn færi í rekstur og skuldir fyrirtæksins. Jón fullyrðir að hann eigi í góðum samskiptum við starfsfólk borgarinnar. Hann áréttar að störf borgarstjórans séu alls ekki fyrir einn mann. Þá tók hann dæmi að í Osló starfa tveir borgarstjórar. Jón sagði að borgin þyrfti að hækka útsvarið en fjárlagagerðinni verður lokið fyrir áramót að hans sögn. Alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða gat. Jón sagði að lokum að hann yrði að minnsta kosti borgarstjóri út þetta kjörtímabil. Hann sagðist vera orðinn talsvert sjóaðari núna en í fyrst. „Ég er miklu meira kúl núna," sagði hann að lokum. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
„Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. Sjálfur sagðist Jón stoltastur af því að hafa náð að tækla vandamál Orkuveitunnar Reykjavíkur. Jón hefur legið undir harðri gagnrýni og þá fyrir að vera beinlínis óhæfur í starf sitt. Hann hnýtti sérstaklega í Sjálfstæðisflokkinn í viðtalinu og vildi meina að flokkurinn væri klofinn í gamlan og nýjan flokk. „Samstarfið hefur gengið mjög vel við þann nýja en ekki þann gamla," sagði Jón og bætti við: „Gamli flokkurinn finnst mér eins og Patrick Swayze í Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn." Jón vitnaði þarna í kvikmyndina Ghost sem fjallar um mann sem deyr frá konunni sem hann elskar. Í fyrstu gerði sögupersónan sér ekki grein fyrir því að hann væri látinn. Að lokum rambar persónan á miðil sem hann fær til þess að aðstoða sig. „Besti flokkurinn er þá dálítið eins og Whoopi Goldberg," sagði Jón en sú leikkona lék miðilinn sem starfar sem svikahrappur þar til hún heyrir óvænt í hinum látna Swayze og miðlar skilaboðum til ástkonu hans. Spurður út í umdeilt viðtal á RÚV, þar sem hann var álitinn hafa svarað af fákunnáttu um niðurskurð Orkuveitunnar í ljósi fjögurra milljarða króna hagnað fyrirtæksins á síðasta ári, sagði Jón að hann hefði verið nýútskrifaður af spítala gegn læknisráði þegar viðtalið var tekið. „Ég var illa áttaður og átti erfitt með að svara þessu," sagði Jón og bætti við að hann hefði að auki talið að viðtalið ætti að snúast um eitthvað allt annað þegar það var tekið. Hann bætti við að svarið væri að Orkuveitan skuldaði 250 milljarða og hagnaðurinn færi í rekstur og skuldir fyrirtæksins. Jón fullyrðir að hann eigi í góðum samskiptum við starfsfólk borgarinnar. Hann áréttar að störf borgarstjórans séu alls ekki fyrir einn mann. Þá tók hann dæmi að í Osló starfa tveir borgarstjórar. Jón sagði að borgin þyrfti að hækka útsvarið en fjárlagagerðinni verður lokið fyrir áramót að hans sögn. Alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða gat. Jón sagði að lokum að hann yrði að minnsta kosti borgarstjóri út þetta kjörtímabil. Hann sagðist vera orðinn talsvert sjóaðari núna en í fyrst. „Ég er miklu meira kúl núna," sagði hann að lokum.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira