Ósátt við lög í Litháen sem varða réttindi samkynhneigðra 9. mars 2010 12:28 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að Alþingi Íslendinga lýsi vanþóknun á nýsamþykktum lögum litháíska þingsins sem banna upplýsingagjöf um réttindi samkynhneigðra. Í síðustu viku tóku í gildi umdeild lög í Litháen sem banna meðal annars dreifingu á opinberum upplýsingum um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Lögin hafa það markmið samkvæmt litháíska þinginu - að vernda ungmenni gegn skaðlegum opinberum upplýsingum. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á stjórnvöld í Litháen að afnema þessi lög þar sem þau brjóta - að mati samtakanna - gegn alþjóðlegum og svæðisbundnum mannréttindasamningum. Evrópuþingið telur einnig að lögin brjóti gegn lögum Evrópusambandsins um bann við mismunun. Fyrir Alþingi Íslendinga liggur nú þingsályktunartillaga um að alþingi sendi heillaóskir til litháísku þjóðarinnar þar sem 20 ár er nú liðin frá því sjálfstæðisyfirlýsing Litháens var samþykkt af þjóðþingi landsins. Til stendur að forseti Alþingis fari opinbera heimsókn til Litháens af því tilefni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í gær og vill að forseti Alþingis taki undir áhyggjur Evrópuþingsins þar sem lögin skerða ennfremur tjáningarfrelsi og kynda undir fordóma. „Ég tel mikilvægt að forseti lýsi þessari afstöðu því þessi löggjöf Litháa stríðir gegn þeim mannréttindum sem Alþingi Íslendinga hefur markvisst barist fyrir með margvíslegum réttarbótum til handa samkynhneigðum á síðastliðnum áratugum," sagði Sigríður Ingibjörg. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar vill að Alþingi Íslendinga lýsi vanþóknun á nýsamþykktum lögum litháíska þingsins sem banna upplýsingagjöf um réttindi samkynhneigðra. Í síðustu viku tóku í gildi umdeild lög í Litháen sem banna meðal annars dreifingu á opinberum upplýsingum um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Lögin hafa það markmið samkvæmt litháíska þinginu - að vernda ungmenni gegn skaðlegum opinberum upplýsingum. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á stjórnvöld í Litháen að afnema þessi lög þar sem þau brjóta - að mati samtakanna - gegn alþjóðlegum og svæðisbundnum mannréttindasamningum. Evrópuþingið telur einnig að lögin brjóti gegn lögum Evrópusambandsins um bann við mismunun. Fyrir Alþingi Íslendinga liggur nú þingsályktunartillaga um að alþingi sendi heillaóskir til litháísku þjóðarinnar þar sem 20 ár er nú liðin frá því sjálfstæðisyfirlýsing Litháens var samþykkt af þjóðþingi landsins. Til stendur að forseti Alþingis fari opinbera heimsókn til Litháens af því tilefni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í gær og vill að forseti Alþingis taki undir áhyggjur Evrópuþingsins þar sem lögin skerða ennfremur tjáningarfrelsi og kynda undir fordóma. „Ég tel mikilvægt að forseti lýsi þessari afstöðu því þessi löggjöf Litháa stríðir gegn þeim mannréttindum sem Alþingi Íslendinga hefur markvisst barist fyrir með margvíslegum réttarbótum til handa samkynhneigðum á síðastliðnum áratugum," sagði Sigríður Ingibjörg.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira