Innlent

Næstum 6000 börn þurftu aðstoð barnaverndarnefnda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barnaverndanefndum bárust tilkynningar vegna 5773 barna á fyrstu níu mánuðum ársins. Sviðsett mynd.
Barnaverndanefndum bárust tilkynningar vegna 5773 barna á fyrstu níu mánuðum ársins. Sviðsett mynd.
Barnaverndanefndum á Íslandi bárust tilkynningar vegna 5773 barna á fyrstu níu mánuðum ársins, samkvæmt tölum sem Barnaverndarstofa birtir á vefsíðu sinni. Fjölgunin frá sama tímabili í fyrra nemur 1%. Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna eða 47,1%, en 31,3% tilkynninga voru vegna vanrækslu.

Umsóknum um meðferðarheimili fækkaði lítillega fyrstu níu mánuðina í ár miðað við sama tímabil árið á undan. Þær voru 109 í ár en 115 fyrstu níu mánuðina í fyrra. Umsóknum um fósturheimili fyrir börn fjölgaði úr 77 umsóknum í 93 umsóknir á umræddu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×