Innlent

Ekið á gangandi vegfaranda

Frá Miklubraut. Myndin er úr safni. Sjúkrabíll og lögregla eru á slysavettvangi.
Frá Miklubraut. Myndin er úr safni. Sjúkrabíll og lögregla eru á slysavettvangi.

Umferðarslys varð fyrir stundu á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Ekið var á gangandi vegafaranda.

Sjúkrabíll er kominn á staðinn sem og lögreglubílar. Lögreglan lokar nú hluta Miklubrautar og Kringlumýrabrautar.

Ekki er ljóst hvort um alvarlegt slys sé að ræða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Talsverðar tafir eru á umferð vegna slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×