Innlent

Interpol lýsir eftir Assange

Tilkynning er komin inn á heimasíðu Interpol en svo virðist sem alþjóðalögreglan hafi verið í vandræðum með að finna mynd af Assange.
Tilkynning er komin inn á heimasíðu Interpol en svo virðist sem alþjóðalögreglan hafi verið í vandræðum með að finna mynd af Assange.

Julian Assange stofnandi Wikileaks er nú eftirlýstur af Interpol vegna ásakana um kynferðislega áreitni í Svíþjóð. Svokölluð „rauð tilkynning" hefur verið gefin út á hendur honum en þar er ekki um að ræða eiginlega handtökuskipun heldur er fólk beðið um að hafa samband við lögreglu í viðkomandi landi hafi það upplýsingar um dvalarstað Assange.

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Assange, sem er frá Ástralíu, sótti um dvalarleyfi í Svíþjóð fyrr á árinu en var hafnað og nú hefur forseti Ekvadors dregið til baka boð utanríkisráðherra síns sem lýsti því yfir að Assange væri velkomið að búa og starfa í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×