Innlent

Metfjöldi barnabóka gefinn út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framboð á bókum virðist vera með líflegra móti í ár. Mynd/ Stefán.
Framboð á bókum virðist vera með líflegra móti í ár. Mynd/ Stefán.
Öll met hafa nú verið slegin hvað varðar útgáfu íslenskra barnabóka á árinu, samkvæmt upplýsingum frá bókaverslun Eymundssonar. Verslunin hefur tekið á móti 317 nýjum titlum í flokki barnabóka það sem af er árinu. Það er rétt tæplega 60% aukning frá því í fyrra og 16,5% fleiri titlar en árið 2007. Í sumum tilfellum er um að ræða endurútgáfur á eldri bókum.

Hjá Eymundsson telja menn einnig líklegt að met yfir heildarfjölda útgefinna bóka á einu ári verði slegið fyrir þessi jól. Það met stendur frá árinu 2007 þegar verslunin tók á móti 951 titli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×