Innlent

Ekið á ungan pilt - Miklabraut opnuð á ný

Valur Grettisson skrifar
Gert að sárum piltsins.
Gert að sárum piltsins. Mynd Egill.

Búið er að opna Miklubrautina á ný eftir að ekið var á gangandi vegfaranda. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ekið á ungan mann á tvítugsaldrinum. Sjúkrabíll og slökkviliðsbíll komu á vettvang.

Þá var umferð lokuð á meðan gert var að sárum piltsins og vettvangur rannsakaður.

Að sögn lögreglu var pilturinn með meðvitund þegar hann var fluttur í skoðun upp á spítala. Ekki er ljóst um frekari meiðsl hans.

Lögreglan gefur ekki upp hver tildrög slyssins voru en málið er í rannsókn.


Tengdar fréttir

Hlúð að vegfaranda sem ekið var á

Lögreglan er enn að störfum á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar en þar var ekið á gangandi vegfaranda um klukkan hálf átta í kvöld.

Ekið á gangandi vegfaranda

Umferðarslys varð fyrir stundu á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Ekið var á gangandi vegafaranda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×