Innlent

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna kynntar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bækur. Myndin er úr safni.
Bækur. Myndin er úr safni.
Þessa stundina er verið að tilkynna um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands. Tilnefnd verða fimm verk í tveimur flokkum frumsaminna skáldverka annars vegar og fræðirita og rita almenns efnis hins vegar.

Tvær þriggja manna tilnefninganefndir hafa undanfarna mánuði setið við lestur og tilkynna þá um niðurstöður á vali sínu á þeim bókum sem þær telja helst skara framúr á útgáfuárinu 2010.

Þá verða tilnefningar til Íslensku þýðingarverðlaunanna einnig tilkynntar.

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir:

Íslensku þýðingaverðlaunin

Atli Magnússon fyrir Silas Marner eftir George Eliot. Bókafélagið Ugla.

Erlingur E. Halldórsson fyrir Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante Alighieri. Mál og menning.

Njörður P. Njarðvík fyrir Vetrarbraut eftir Kjell Espmark. Uppheimar.

Óskar Árni Óskarsson fyrir Kaffihús tregans eftir Carson McCullers. Bjartur.

Þórarinn Eldjárn fyrir Lé konung eftir William Shakespeare. Mál og menning.



Íslensku bókmenntaverðlaunin

Flokkur skáldverka

Bragi Ólafsson: Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Mál og menning.

Bergsveinn Birgisson: Svar við bréfi Helgu. Bjartur.

Gerður Kristný: Blóðhófnir. Mál og menning.

Sigurður Guðmundsson: Dýrin í Saigon. Mál og menning.

Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir: Mörg eru ljónsins eyru. JPV útgáfa.

Dómnefnd skipa:

Ingunn Ásdísardóttir, formaður

Árni Matthíasson

Viðar Eggertsson



Íslensku bókmenntaverðlaunin

Flokkur fræðiverka og rita almenns efnis

Einar Falur Ingólfsson: Sögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods. Crymogea og Þjóðminjasafn Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson: Gunnar Thoroddsen - Ævisaga. JPV útgáfa.

Helgi Hallgrímsson: Sveppabókin - Íslenskir sveppir og sveppafræði. Skrudda.

Margrét Guðmundsdóttir: Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Sigrún Pálsdóttir: Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar. JPV útgáfa.

Dómnefnd skipa:

Salvör Aradóttir, leiklistarfræðingur og þýðandi - Formaður

Jón Ólafsson, Prófessor við Háskólann á Bifröst

Þorgerður Einarsdóttir, Prófessor við Háskóla Íslands

Formenn dómnefndanna tveggja munu velja einn verðlaunahafa úr báðum flokkum ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2010 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af Forseta Íslands á Bessastöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×