Erlendur valinn besti unglingurinn og Ísland í öðru sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2010 06:00 Erlendur Jóhannesson. Íslenska kraftlyftingalandsliðið náði góðum árangri á Smáþjóðaleikunum í ólympískum lyftingum 2010 voru haldnir í Kýpur um síðustu helgi. Ísland sendi fjögurra manna lið til Kýpur og það náði öðru sæti á mótinu á eftir heimamönnum í Kýpur. Aðrar þjóðir sem tóku þátt voru Kýpur, Malta, Luxemburg og San Marínó. Lið Kýpurbúa sigraði í leikunum og Luxemburg varð í þriðja sæti.Keppni þessi var einnig hluti af stærri keppni, Rene deVille Open, en þar kepptu, auk þeirra liða sem þátt tóku í smáþjóðaleikunum, lið Grikklands, Englands, Skotlands og Wales. Íslendingar hrepptu þriðja sæti í þeirri keppni. Í fyrsta og öðru sæti voru Grikkir og Kýpurbúar. Lið Íslands var skipað af Gísla Kristjánssyni í 105 kg flokki, Erlendi Jóhannessyni í 94 kg flokki, Sigurði Bjarka Einarssyni í 85 kg flokki og Hrannari Guðmundssyni í 69 kg flokki. Gísli var í þriðja sæti allra keppenda á Smáþjóðaleikunum samkvæmt stigatöflu þrátt fyrir að hann væri langelstur allra keppenda, 46 ára. Árangur Gísla vakti athygli á mótinu og er hvatning fyrir alla lyftingamenn að láta ekki deigan síga þótt þeir séu komnir af léttasta skeiði. Gísli Kristjánsson snaraði 135 kg og missti 140 kg naumlega. Erlendur Jóhannesson snaraði 118 kg og jafnhattaði 138 kg, og er snörunin og samanlagður árangur slandsmet fullorðinna, auk þess sem snörun, jafnhöttun og samanlagður árangur er Íslandsmet unglinga. Erlendur varð í fimmta sæti í stigakeppni einstaklinga og hreppti sérstök verðlaun sem besti unglingurinn á mótinu, en hann er 19 ára. Sigurður Bjarki Einarsson snaraði 111 kg og jafnhattaði 135 kg, sem er nálægt hans besta árangri í snörun, en í annarri tilraun jafnhendingar tóku sig upp gömul meiðsli í læri hans og hann varð þá að hætta keppni og láta sér nægja þau 135 kg sem hann hafði jafnhattað. Hrannar Guðmundsson snaraði 98 kg, jafnhattaði 117 kg, sem eru hvort tveggja Íslandsmet, auk þess sem samanlagður árangur er einnig Íslandsmet. Innlendar Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Dagskráin: PSG tekur á móti Liverpool og Reykjanesbæjarslagur hjá konunum Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Sjá meira
Íslenska kraftlyftingalandsliðið náði góðum árangri á Smáþjóðaleikunum í ólympískum lyftingum 2010 voru haldnir í Kýpur um síðustu helgi. Ísland sendi fjögurra manna lið til Kýpur og það náði öðru sæti á mótinu á eftir heimamönnum í Kýpur. Aðrar þjóðir sem tóku þátt voru Kýpur, Malta, Luxemburg og San Marínó. Lið Kýpurbúa sigraði í leikunum og Luxemburg varð í þriðja sæti.Keppni þessi var einnig hluti af stærri keppni, Rene deVille Open, en þar kepptu, auk þeirra liða sem þátt tóku í smáþjóðaleikunum, lið Grikklands, Englands, Skotlands og Wales. Íslendingar hrepptu þriðja sæti í þeirri keppni. Í fyrsta og öðru sæti voru Grikkir og Kýpurbúar. Lið Íslands var skipað af Gísla Kristjánssyni í 105 kg flokki, Erlendi Jóhannessyni í 94 kg flokki, Sigurði Bjarka Einarssyni í 85 kg flokki og Hrannari Guðmundssyni í 69 kg flokki. Gísli var í þriðja sæti allra keppenda á Smáþjóðaleikunum samkvæmt stigatöflu þrátt fyrir að hann væri langelstur allra keppenda, 46 ára. Árangur Gísla vakti athygli á mótinu og er hvatning fyrir alla lyftingamenn að láta ekki deigan síga þótt þeir séu komnir af léttasta skeiði. Gísli Kristjánsson snaraði 135 kg og missti 140 kg naumlega. Erlendur Jóhannesson snaraði 118 kg og jafnhattaði 138 kg, og er snörunin og samanlagður árangur slandsmet fullorðinna, auk þess sem snörun, jafnhöttun og samanlagður árangur er Íslandsmet unglinga. Erlendur varð í fimmta sæti í stigakeppni einstaklinga og hreppti sérstök verðlaun sem besti unglingurinn á mótinu, en hann er 19 ára. Sigurður Bjarki Einarsson snaraði 111 kg og jafnhattaði 135 kg, sem er nálægt hans besta árangri í snörun, en í annarri tilraun jafnhendingar tóku sig upp gömul meiðsli í læri hans og hann varð þá að hætta keppni og láta sér nægja þau 135 kg sem hann hafði jafnhattað. Hrannar Guðmundsson snaraði 98 kg, jafnhattaði 117 kg, sem eru hvort tveggja Íslandsmet, auk þess sem samanlagður árangur er einnig Íslandsmet.
Innlendar Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Dagskráin: PSG tekur á móti Liverpool og Reykjanesbæjarslagur hjá konunum Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Sjá meira