Innlent

Enn skelfur jörð í Krýsuvík

MYND/Vilhelm

Jarðskjálftahrina varð aftur á Krýsuvíkursvæðinu í gærkvöldi og stóð fram á nótt, en engin skjálfti mæltist yfir tvo á Richter.

Verulega dró úr hrinunni þegar leið á nóttina. Þessi hrina kemur í kjölfar annarar, sem varð á svæðinu í fyrrinótt, þegar um 40 skjálftar mældust þar.

Jarðvísindamenn fylgjast með svæðinu og telja að skjálftarnir geti stafað af kvikuinnstreymi eða breytingum á jarðhitakerfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×