Erlent

Brottflutningur frá Afganistan á næsta ári

Óli Tynes skrifar
Lögð er áhersla á að fá talibana að samningaborðinu.
Lögð er áhersla á að fá talibana að samningaborðinu.

Leiðtogar NATO hafa undirritað samning um að Afganar taki við stjórn öryggismála í landi sínu árið 2014. Byrjað verður að fækka í herliði bandalagsins í Afganaistan strax á næsta ári. Níu ár eru liðin frá innrás NATO í landið og ekki beinlínis hægt að segja að þar sé friðvænlegra en áður.

Þessa dagana er lögð mikil áhersla á að fá talibana að samningaborðinu og er beitt við það bæði hótunum og mútum. Umtalsverður fjöldi vildi gjarnan hætta að berjast með talibönum. Gallinn er sá að það er enga aðra vinnu að hafa, ef svo má komast að orði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×