Erlent

Grín kostar dómsmálaráðherra Japans starfið

Minoru Yanagida dómsmálaráðherra Japans hefur neyðst til þess að segja af sér eftir að hann gerði grín að því hve starf sitt væri létt og löðurmannlegt.

Ráðherrann komst svo að orði að hann þyrfti bara að muna tvær setningar við umræður um dómsmál í japanska þinginu. Önnur setningin var: Ég get ekki tjáð mig um einstök mál, og hin var: Ég er að fara eftir lögum og sönnunargögnum.

Áður en tilkynnt var um afsögnina hafði komið fram hávær krafa frá stjórnarandstöðunni um að ráðherran viki og forsætisráðherra landsins, Naoto Kan, hafði gefið ráðherranum alvarlega áminningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×