Innlent

Gæðin orðin meiri en áður

Lítið sparast við sameiginleg innkaup á mat í nokkrum skólum. En gæðin eru meiri. 
Fréttablaðið/pjetur
Lítið sparast við sameiginleg innkaup á mat í nokkrum skólum. En gæðin eru meiri. Fréttablaðið/pjetur
„Við erum svo sannarlega að kaupa meiri gæði, hráefnið hefur verið mjög gott að flestra mati. En verkefnið hefur ekki skilað mikilli hagræðingu og fjárhagslegum ávinningi,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs í Reykjavík og formaður starfshóps sem skoðar rekstrarhagræðingu í mötuneytum skóla í höfuðborginni.

Tilraunaverkefni hefur staðið yfir frá í september og gengur út á að samræma innkaup á hráefni fyrir tíu leikskóla og fjóra grunnskóla í vesturbæ Reykjavíkur. Innkaupastofnun Reykjavíkur sér um innkaupin.

Næringarfræðingur fylgist með gangi tilraunar­innar. Verkefninu lýkur í næsta mánuði og verður þá árangurinn metinn.

Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkur, segir erfitt að meta árangurinn af verkefninu, það hafi staðið yfir í stuttan tíma auk þess sem september skekki myndina þar sem skólar birgi sig þá upp fyrir veturinn. „En þetta er spennandi verkefni og sannarlega þess virði að skoða þetta,“ segir Oddný. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×