Innlent

Ríkisstjórnin lækki ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna

Hallur Magnússon.
Hallur Magnússon. Mynd/Róbert
Ríkisstjórnin verður að breyta lögum og lækka ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna hyggist hún lækka kostnað vegna félagslegs húsnæðis. Standi það ekki til er ríkisstjórnin að gefa falsvonir með yfirlýsingum sínum. Þetta segir Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunarsviðs Íbúðalánasjóðs á bloggi sínu.

Í lokasvari stjórnvalda um skuldir heimilanna, sem kynnt var á föstudag, kom fram að lánveitendur, ríki, sveitarfélög og félagasamtök skyldu vinna saman að félagslegum lausnum í húsnæðismálum og að lífeyrissjóðirnir ættu að greiða götu slíkra lausna með því að kaupa íbúðabréf frá Íbúðalánasjóði. Hallur telur þetta vandkvæðum bundið, því eigi vaxtakostnaður félagslegs húsnæðis að vera lægri en annarra, þurfi lífeyrissjóðirnir að fara langt undir lögbundna ávöxtunarkröfu. Með öðrum orðum að verði lögum um lífeyrissjóði ekki breytt, þá verði kostnaður félagslegra íbúða hinn sami og annarra íbúða. Þá þurfi einhver annar að borga brúsann, almenningur, eigi leigjendur í félagslega kerfinu ekki að greiða allan kostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×