Erlent

Malmömaðurinn grunaður um fleiri morð

Óli Tynes skrifar
Byssumaðurinn í haldi lögreglunnar.
Byssumaðurinn í haldi lögreglunnar. Mynd/Sænska lögreglan

Byssumaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir eitt morð og fimm morðtilræði í Malmö í Svíþjóð er nú grunaður um tvö morð og fimm morðtilræði til viðbótar. Þau eiga að hafa átt sér stað á árunum 2003-2010. Eins og með síðustu árásarhrinuna var þá ráðist á innflytjendur.

Ekki er vitað hvort hann hefur viðurkennt þessi ódæðisverk. Byssumaðurinn er þrjátíu og átta ára gamall. Hann hélt innflytjendum í Malmö í heljargreipum ótta í haust, þegar loks var upplýst að raðmorðingi gengi laus. Það var því mikill léttir þegar hann var handtekinn í nóvember síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×