Ever Banega, miðjumaður Valencia, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni eftir að hann var tekinn af velli í tapleik gegn Mallorca í gær.
Þjálfari hans, Unai Emery, reyndi að taka í höndina í Benega sem hinsvegar strunsaði framhjá honum. Eftir að Benega var sestur á bekkinn sást Emery láta leikmanninn heyra það
„Ég sé eftir því sem gerðist. Ég mun aldrei gera þetta aftur. Við vorum að tapa og ég missti stjórna á mér í hita leiksins. Ég bið alla liðsfélaga mína, þjálfara og stuðningsmenn afsökunar," sagði Banega.
Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu.