Erlent

Svarafár morðingi

Óli Tynes skrifar
Hasan klæddist múslimaklæðum og verslaði í 7/11 rétt áður en hann hóf árásina.
Hasan klæddist múslimaklæðum og verslaði í 7/11 rétt áður en hann hóf árásina.

Nidal Malik Hasan öskraði Allah akbar eða Allah er mestur, þegar hann hóf skothríð á félaga sína í Fort Hood herstöðinni í Texas í nóvember á síðasta ári. Hann skaut á alla sem fyrir honum urðu, bæði hermenn og óbreytta borgara. Þegar leiknum lauk hafði hann drepið þrettán manns og sært 32. Það var lögreglukona sem að lokum batt enda á árásina. Í skotbardaga við Hasan var hún særð með fjórum skotum, en tókst að fella hann sjálfan. Hann er nú lamaður frá brjósti og niðurúr.

Malik Hasan er 39 ára gamall múslimi og var majór að tign. En það eru margir múslimar í bandaríska hernum og hann hafði ekkert gert sem benti til þess að hann hyggði á slíkt ódæðisverk.

Í vitnaleiðslum notaði ákærandinn níu daga til þess að yfirheyra 56 vitni. Vörnin tók hinsvegar ekki nema fjórar mínútur. Dómarinn spurði Hasan hvort hann vildi segja sína hlið á málinu. Svarið var stutt og skýrt: Nei.

Hasan er fyrir herdómstól. Ef hann verður sakfelldur á hann yfir höfði sér dauðarefsingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×