Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur verið færður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.
Hann var fluttur þangað upp úr hádegi en hann virðist hafa gist á lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem myndatökumaður fréttastofunnar sá hann.
Ingólfur var svo færður til sérstaks saksóknara um inngang ríkisskattstjóra og þaðan inn á skrifstofu embættis sérstaks saksóknara.
Ekki er ljóst hvort búið sé að færa Steingrím Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóra áhættustýringar, til yfirheyrslu.
Þeir voru handteknir í nótt samkvæmt fréttastofu RÚV. Björn Þorvaldsson, fulltrúi sérstaks saksóknara, vildi ekkert gefa upp varðandi handtökurnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í dag.