Innlent

Grunnskólabörn gómuðu úlpuþjófinn skæða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úlpuþjófurinn ætlaði að láta til skarar skríða í Valhúsaskóla í dag.
Úlpuþjófurinn ætlaði að láta til skarar skríða í Valhúsaskóla í dag.
Skólabörn í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hlupu uppi skæðan úlpuþjóf sem laumaðist inn í skólann í morgun. Þjófurinn, sem er ung stúlka, var að skoða úlpur sem hún hefur sennilegast ætlað stela. Þessi sama stúlka náðist á öryggismyndavél í skólanum á mánudag, en þá er talið að hún hafi stolið fimm 66° Norður úlpum. Slíkar úlpur eru dýrar. Þær geta kostað allt upp undir 70 þúsund krónur.

Nemendur skólans hlupu stúlkuna uppi í morgun og svo var lögreglan kölluð til. Vinkona stúlkunnar beið eftir henni, úti í bíl með tvo stóra hunda með sér, á meðan að hún athafnaði sig inni i skólanum í morgun. Fát kom á vinkonuna þegar að úlpuþjófurinn hafði verið hlaupinn uppi og flúði hún af vettvangi. Skólabörnin náðu hins vegar númerinu á bíl hennar.

„Þetta er litill skóli," segir Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri í Grunnskólum Seltjarnarness í samtali við Vísi. Hún segir að krakkarnir hafi séð myndir af stúlkunni eftir að hún tók úlpurnar á mánudag og hafi því getað verið á varðbergi. „Þetta er litið samfélag og þegar að eitthvað svona kemur fyrir að þá verða þau mjög miður sín," segir Guðlaug.

Fréttablaðið sagði frá úlpuþjófinum skæða á þriðjudaginn „Við viljum brýna fyrir foreldrum barnanna að merkja úlpurnar þeirra almennilega," sagði Guðlaug þá. Hún brýndi það jafnframt fyrir fólki að merkingarnar á úlpunum þurfa að vera óafmáanlegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×