Innlent

Allir geta verið hjálparsveinar

Þær Andrea og Rannveig í Barnabrosum taka höndum saman með jólasveinum og öðrum góðum fyrir jólin. Fréttablaðið/Anton
Þær Andrea og Rannveig í Barnabrosum taka höndum saman með jólasveinum og öðrum góðum fyrir jólin. Fréttablaðið/Anton
Átakinu Hjálparsveinar hefur verið ýtt úr vör en markmið þess er að létta börnum lífið og leyfa þeim að njóta lífsins í faðmi fjölskyldunnar um jólin.

Hjálparsveinar eru hluti af starfi Barnabross sem Andrea Margeirsdóttir og Rannveig Sigfúsdóttir stofnuðu í haust.

Átakið stendur til 6. desember og eru áhugsamir beðnir að skila lítilli gjöf eða fjárframlagi til kaupa á gjöf á sölustaði Olís. Fulltrúar Hjálparstofnunar kirkjunnar og námsráðgjafar í skólum munu svo dreifa gjöfunum til viðeigandi aðila um land allt. Andrea segir að verkefnið hafi gengið mjög vel þessa fyrstu daga. „En við þurfum að fá enn fleiri með okkur í þetta. Það er ekkert mál að taka þátt. Til dæmis hefur fólk á vinnustöðum tekið sig saman með þeim hætti að hver og einn hefur komið með eina gjöf og svo hefur verið farið með þær allar í einu til Olís,“ segir Andrea.

Hún segir Hjálparsveina alls staðar hafa mætt miklum hlýhug og vonar að sem flestri geti tekið þátt. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni barnabros.is á Netinu. - þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×