Fótbolti

Ajax fór áfram en Celtic og Fenerbahce eru úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez skoraði fyrir Ajax í kvöld.
Luis Suarez skoraði fyrir Ajax í kvöld. Mynd/AFP
Þriðja umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld og þekktustu félögin til að falla úr keppni voru skoska liðið Celtic og tyrkneska liðið Fenerbahce.

Fenerbahce tapaði óvænt 0-1 á heimavelli á móti svissneska liðinu Young Boys og það dugði ekki Celtic að vinna 2-1 sigur á Braga frá Portúgal þar sem liðið tapaði fyrri leiknum 3-0.

Dynamo Kiev, Salzburg, Basel, Sparta Prag og Partizan Belgrade komust öll áfram en það munaði litlu að Ajax dytti úr keppni eftir að liðið missti niður gott forskot í lokin.

Ajax fór á endanum áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 3-3 jafntefli á móti PAOK Salonika í dramatískum leik í kvöld. Ajax komst í 3-1 í leiknum og fékk á sig jöfnunarmarkið í uppbótartíma.

Úrslit í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld:

HJK Helsinki-Partizan Belgrade 1-2 (1-5 samanlagt)

Zenit St Petersburg-Unirea Urziceni 1-0 (1-0)

FC Kaupmannahöfn-BATE Borisov 3-2 (3-2)

Zilina-Litex Lovech 3-1 (4-2)

Basel-Debrecen 3-1 (5-1)

Dinamo Zagreb-Sheriff Tiraspol 1-1 (Sheriff Tiraspol vann 6-5 í vítakeppni)

Lech Poznan-Sparta Prag 0-1 (0-2)

Fenerbahce-Young Boys 0-1 (2-3)

Salzburg-Omonia Nicosia 4-1 (5-2)

Ghent-Dynamo Kiev 1-3 (1-6)

Celtic-Braga 2-1 (2-4)

PAOK Salonika-Ajax Amsterdam 3-3 (4-4, Ajax áfram á útivallarmörkum)

Rosenborg-AIK Stockholm 3-0 (4-0)=

Leikir í gær

Anderlecht-The New Saints 3-0 (6-1)

Hapoel Tel Aviv-Aktobe Lento 3-1 (3-2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×