Innlent

Pukur á nefndarfundi Alþingis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór Sigurðsson er formaður utanríkismálanefndar.
Árni Þór Sigurðsson er formaður utanríkismálanefndar.
Fundur utanríkismálanefndar er að hefjast á nefndarsviði Alþingis nú klukkan sjö. Kvikmyndatökumönnum og blaðaljósmyndurum var meinaður aðgangur að húsnæði nefndarsviðs í aðdraganda fundarins.

Þegar myndatökumaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis hugðist taka myndir af nefndarmönnum í upphafi fundarins var honum tjáð að slíkt væri óheimilt. Það er afar sjaldgæft að ljósmyndurum sé meinaður aðgangur að nefndarmönnum eins og gerðist í þetta skiptið. Það er þó ekki einsdæmi.

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, gat ekki gefið skýringar á því hvers vegna fjölmiðlum hafi verið meinaður aðgangur að húsinu í þetta skiptið. Væntanlega hafi verið um ákvörðun formanns nefndarinnar að ræða.

Eftirtaldir aðilar eiga sæti í utanríkismálanefnd:

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG sem er formaður nefndarinnar

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar

Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður VG sem er reyndar í barneignaleyfi

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar

Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins

Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×