Innlent

Víkur fyrir velferðarráðuneyti

Gissur Pétursson
Gissur Pétursson

Flytja á alla starfsemi Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu á einn stað. Hún er nú á fjórum stöðum og skapast af því mikið óhagræði, að sögn Gissurar Péturssonar forstjóra.

Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í 1.800 fermetra skrifstofuhúsnæði fyrir stofnunina með „óvenju stóru móttökusvæði“. Er gerð krafa um góða staðsetningu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með góðu aðgengi og nægum bílastæðum.

Flutningarnir hanga saman við sameiningu ráðuneyta en nýju velferðarráðuneyti hefur verið valinn staður í Hafnarhúsinu, þar sem höfuðstöðvar Vinnumálastofnunar eru til húsa.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×