Fótbolti

Ferdinand: Þetta er góður sigur fyrir sjálfstraustið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Mynd/AP

Rio Ferdinand spilaði við hlið Nemanja Vidic í vörn Manchester United í 1-0 útisigri á Valencia í Meistaradeildinni í kvöld og fyrirliðinn var sáttur með sigurinn í leikslok.

„Þetta gekk vel. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur og byrjaður að spila. Það er það sem ég kann og geri best. Það var frábært að fá að spila 90 mínútur," sagði Rio Ferdinand sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla.

„Það er mjög erfitt að vinna á Spáni og okkur tókst það í dag. Þetta er góður sigur fyrir sjálfstraustið," sagði Ferdinand.

„Það er búið að fjalla vel um það við höfum tapað stigum í undanförnum leikjum og þannig gengi kemur alltaf með smá stress inn í liðið. Við spiluðum vel sem lið í dag og leystum þetta vel," sagði Ferdinand sem var ángæður með varamanninn Javier Hernandez sem skoraði eina mark leiksins.

„Hann er frábær strákur. Hann kemur snemma á hverja æfingu og er einn af þeim síðustu til að fara. Hann hefur flott hugarfar, þyrstir í að læra og vill ólmur komast í byrjunarliðið en það á líka við um okkur alla í liðinu," sagði Ferdinand.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×