Fótbolti

Ferguson: Varamennirnir komu með kraft og hraða inn í leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AP

„Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Það er ekki auðvelt að koma hingað og við erum mjög ánægðir með sigurinn," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United eftir 1-0 útisigur á Valencia í Meistaradeildinni í kvöld.

„Við spiluðum betur í seinni hálfleik en þegar þú kemur hingað þá verður þú fyrst og fremst að tryggja það að vörnin sé traust. Þeir sköpuðu engin alvöru færi á móti okkur í leiknum en þeir eru alltaf ógnandi þar sem að þeir spila góðan fótbolta," sagði Ferguson en hann hrósaði varamanninum Javier Hernandez sem skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok.

„Varamennirnir komu með kraft og hraða inn í leikinn og það reyndist okkur vel. Chico kom inn á með gegnumbrotin og hann átti frábært hlaup áður en hann skoraði markið," sagði Ferguson.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×