Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 16:00 Ívar Ingimarsson í leik með Reading skömmu áður en hann meiddist í mars síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. Ívar var á varamannabekk liðsins þegar að Reading vann 1-0 sigur á Ipswich í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem hann var í leikmannahópi liðsins síðan hann meiddist í mars síðastliðnum. „Það rifnaði vöðvafesting í lærinu og þurfti að festa hana aftur við beinið," sagði Ívar í samtali við Vísi. „Aðgerðin er ekkert allt of flókin en það tekur bara tíma fyrir festinguna að verða aftur sterk. Það góða við slíkar aðgerðir er að það eru 99 prósent líkur á að maður nái sér góðum sem virðist ætla að ganga eftir." Hann segir að þessi tími á hliðarlínunni hafi ekki verið mjög erfiður fyrir hann. „Nei, það þýðir ekkert að gráta þetta. Þetta hefur verið stíf endurhæfing og það er gott að finna fyrir því að maður er aftur að nálgast sitt gamla form." Ívar segir að endurhæfingin hafi gengið vel og að hann sé ekki hræddur við að beita sér af fullum krafti. „Það hefur verið mikið af lyftingum og æfingum þar sem ég hef verið að toga vel í þetta. Þetta heldur vel og því ekkert annað að gera en að æfa áfram vel. Það góða við þetta er að þetta eru ekki krónísk meiðsli og ættu ekki að há mér í framtíðinni." Reading er nú í sjötta sæti ensku B-deildarinnar og segir Ívar að sér lítist vel á tímabilið sem er framundan. „Við unnum í gær og erum í ágætri stöðu í deildinni en það er enn lítið liðið af tímabilinu. En við höfum verið að líta ágætlega út og spila ljómandi vel. Helst er að það hefur vantað að skora fleiri mörk en þau hafa verið að koma og vonandi á það eftir að aukast enn." „Ef við sleppum nokkuð vel við meiðsli og leikbönn á tímabilinu tel ég að við séum með nægilega gott lið til að vera í efstu sætunum." Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. Ívar var á varamannabekk liðsins þegar að Reading vann 1-0 sigur á Ipswich í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem hann var í leikmannahópi liðsins síðan hann meiddist í mars síðastliðnum. „Það rifnaði vöðvafesting í lærinu og þurfti að festa hana aftur við beinið," sagði Ívar í samtali við Vísi. „Aðgerðin er ekkert allt of flókin en það tekur bara tíma fyrir festinguna að verða aftur sterk. Það góða við slíkar aðgerðir er að það eru 99 prósent líkur á að maður nái sér góðum sem virðist ætla að ganga eftir." Hann segir að þessi tími á hliðarlínunni hafi ekki verið mjög erfiður fyrir hann. „Nei, það þýðir ekkert að gráta þetta. Þetta hefur verið stíf endurhæfing og það er gott að finna fyrir því að maður er aftur að nálgast sitt gamla form." Ívar segir að endurhæfingin hafi gengið vel og að hann sé ekki hræddur við að beita sér af fullum krafti. „Það hefur verið mikið af lyftingum og æfingum þar sem ég hef verið að toga vel í þetta. Þetta heldur vel og því ekkert annað að gera en að æfa áfram vel. Það góða við þetta er að þetta eru ekki krónísk meiðsli og ættu ekki að há mér í framtíðinni." Reading er nú í sjötta sæti ensku B-deildarinnar og segir Ívar að sér lítist vel á tímabilið sem er framundan. „Við unnum í gær og erum í ágætri stöðu í deildinni en það er enn lítið liðið af tímabilinu. En við höfum verið að líta ágætlega út og spila ljómandi vel. Helst er að það hefur vantað að skora fleiri mörk en þau hafa verið að koma og vonandi á það eftir að aukast enn." „Ef við sleppum nokkuð vel við meiðsli og leikbönn á tímabilinu tel ég að við séum með nægilega gott lið til að vera í efstu sætunum."
Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira