Kátir kappar í miklu stuði 19. maí 2010 07:30 Mynd þeirra Ridley og Russell er ný og fersk nálgun á margtuggna söguna um ævintýri Hróa hattar. Kvikmyndir **** Hrói höttur Leikstjóri: Ridley Scott Aðalhlutverk: Russell Crowe, Cate Blanchett, Max von Sydow, Mark Strong Þjóðsagnapersónan Hrói höttur er enginn nýgræðingur í bíóbransanum. Saga hans hefur verið sögð á hvíta tjaldinu oftar en hægt er að koma tölu á og höfðingjar á borð við Douglas Fairbanks, Errol Flynn, Kevin Costner og Patrick Bergin hafa spreytt sig á rullunni svo nokkrir séu nefndir. Þá gerði Disney Hróa hetti ógleymanleg skil í frábærri teiknimynd árið 1973. Þeir eru því ansi margir sem kunna söguna um Hróa aftur á bak og áfram og því vandséð að tilefni sé til þess að kvikmynda Hróa einu sinni enn. Ridley Scott og Russell Crowe létu samt freistast en þeir slógu heldur betur í gegn saman upp úr aldamótum með Gladiator. Blessunarlega láta þeir þó ógert að segja sömu gömlu söguna um Hróa. Þessi tilkomumikla útgáfa þeirra á Hróa er lausbyggð á sígilda ævintýrinu og er sett fram sem einhvers konar forleikur að sögu Hróa hattar eins og við þekkjum hana. Russell Crowe var ansi hreint vörpulegur og svalur í hlutverki skylmingaþrælsins Maximusar og gerir í raun lítið hér annað en hafa búningaskipti og Hrói í hans meðförum er engu minni bardagakappi og göfugmenni en Rómverjinn. Hrói er að þessu sinni bogaskytta í krossfaraher Ríkarðs ljónshjarta en eftir að hann fær sig fullsaddan af múslimadrápum stingur hann af ásamt félögum sínum, Litla-Jóni og Vilhjálmi skarlat, og siglir heim til Englands undir fölsku flaggi virts riddara og landeiganda. Á Englandi er allt í kalda koli þar sem prinsfíflið Jóhann fer hamförum undir áhrifum hins fláráða Godfrey sem er í óða önn, bak við tjöldin, að skipuleggja innrás Frakka í landið. Hrói er því fyrr en varir kominn á kaf í hálfgerða borgarastyrjöld og reynir á meðan að vinna ástir Marion, ekkju mannsins sem hann þykist vera, auk þess sem hann þarf að bjarga krúnunni. Handritshöfundurinn misjafni, Brian Helgeland (L.A. Confidential), skilar hér alveg fyrirtaks sögu sem Scott gefur sér góðan tíma til að segja. Á milli æsilegra og stílfærðra bardaga spila þeir félagar á allan tilfinningaskalann með karlmennskugrobbi, djúpri vináttu kappanna, svikum, ástum, stórmennskudraumum og hefndarþorsta. Allt er þetta matreitt af stakri prýði þannig að myndin þolir lengdina og manni leiðist ekki á milli bardaganna sem eru alveg hreint frábærir. Lokaorrustan er meistaralega framsett og í gæsahúðargæðaflokki og óhætt er að fullyrða að Hrói höttur hefur aldrei verið jafn grjótharður og í túlkun Crowe. Leikhópurinn er eðal og ekkert út á hann að setja en auk Crowe fara þar fremstir meðal jafningja Max von Sydow og hinn ótrúlegi senuþjófur Mark Strong skilar enn einu illmenninu með stæl. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Ný og fersk nálgun á margtuggna söguna um ævintýri Hróa hattar. Spennandi og tilfinningarík mynd sem er keyrð áfram á magnaðri karlmennsku og töffaraskap í stórbrotnum átakasenum. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir **** Hrói höttur Leikstjóri: Ridley Scott Aðalhlutverk: Russell Crowe, Cate Blanchett, Max von Sydow, Mark Strong Þjóðsagnapersónan Hrói höttur er enginn nýgræðingur í bíóbransanum. Saga hans hefur verið sögð á hvíta tjaldinu oftar en hægt er að koma tölu á og höfðingjar á borð við Douglas Fairbanks, Errol Flynn, Kevin Costner og Patrick Bergin hafa spreytt sig á rullunni svo nokkrir séu nefndir. Þá gerði Disney Hróa hetti ógleymanleg skil í frábærri teiknimynd árið 1973. Þeir eru því ansi margir sem kunna söguna um Hróa aftur á bak og áfram og því vandséð að tilefni sé til þess að kvikmynda Hróa einu sinni enn. Ridley Scott og Russell Crowe létu samt freistast en þeir slógu heldur betur í gegn saman upp úr aldamótum með Gladiator. Blessunarlega láta þeir þó ógert að segja sömu gömlu söguna um Hróa. Þessi tilkomumikla útgáfa þeirra á Hróa er lausbyggð á sígilda ævintýrinu og er sett fram sem einhvers konar forleikur að sögu Hróa hattar eins og við þekkjum hana. Russell Crowe var ansi hreint vörpulegur og svalur í hlutverki skylmingaþrælsins Maximusar og gerir í raun lítið hér annað en hafa búningaskipti og Hrói í hans meðförum er engu minni bardagakappi og göfugmenni en Rómverjinn. Hrói er að þessu sinni bogaskytta í krossfaraher Ríkarðs ljónshjarta en eftir að hann fær sig fullsaddan af múslimadrápum stingur hann af ásamt félögum sínum, Litla-Jóni og Vilhjálmi skarlat, og siglir heim til Englands undir fölsku flaggi virts riddara og landeiganda. Á Englandi er allt í kalda koli þar sem prinsfíflið Jóhann fer hamförum undir áhrifum hins fláráða Godfrey sem er í óða önn, bak við tjöldin, að skipuleggja innrás Frakka í landið. Hrói er því fyrr en varir kominn á kaf í hálfgerða borgarastyrjöld og reynir á meðan að vinna ástir Marion, ekkju mannsins sem hann þykist vera, auk þess sem hann þarf að bjarga krúnunni. Handritshöfundurinn misjafni, Brian Helgeland (L.A. Confidential), skilar hér alveg fyrirtaks sögu sem Scott gefur sér góðan tíma til að segja. Á milli æsilegra og stílfærðra bardaga spila þeir félagar á allan tilfinningaskalann með karlmennskugrobbi, djúpri vináttu kappanna, svikum, ástum, stórmennskudraumum og hefndarþorsta. Allt er þetta matreitt af stakri prýði þannig að myndin þolir lengdina og manni leiðist ekki á milli bardaganna sem eru alveg hreint frábærir. Lokaorrustan er meistaralega framsett og í gæsahúðargæðaflokki og óhætt er að fullyrða að Hrói höttur hefur aldrei verið jafn grjótharður og í túlkun Crowe. Leikhópurinn er eðal og ekkert út á hann að setja en auk Crowe fara þar fremstir meðal jafningja Max von Sydow og hinn ótrúlegi senuþjófur Mark Strong skilar enn einu illmenninu með stæl. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Ný og fersk nálgun á margtuggna söguna um ævintýri Hróa hattar. Spennandi og tilfinningarík mynd sem er keyrð áfram á magnaðri karlmennsku og töffaraskap í stórbrotnum átakasenum.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira