Krónunni verður ekki kastað fyrir 2015 26. nóvember 2010 06:00 Pallborðið Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Jón Daníelsson, dósent hjá LSE. Fréttablaðið/GVA Íslenska krónan fylgir þjóðinni næstu árin, burtséð frá því hvort landið gengur í Evrópusambandið eða ekki. Um þetta voru framsögumenn sammála í gær á morgunfundi Íslenskra verðbréfa í Reykjavík. Á fundinum, sem bar yfirskriftina „Endurreisn Íslands“, tóku til máls Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Jón benti á að jafnvel þótt samþykkt yrði aðild Íslands að Evrópusambandinu og Íslendingar vildu taka upp evru þá tæki við margra ára langt ferli aðlögunar. Í sama streng tók Franek Roswadowski sem taldi að krónan yrði hér í notkun í tíu ár hið minnsta. „Ef þið gangið í Evrópusambandið getið þið strax ákveðið að taka upp evru, en um leið er ekki hægt að taka hana upp strax,“ sagði hann og vísaði til þess að uppfylla þyrfti skilyrði Maastricht-sáttmálans til þess að fá að nota evru. Í pallborðsumræðum að loknum framsögum lýstu bæði Jón og Hörður þeirri skoðun að mistök hefðu verið að setja hér gjaldeyrishöft. „Ég myndi vilja afnema þau jafnskjótt og auðið er,“ sagði Jón Daníelsson. „Og með því á ég við fyrir lok þessa árs.“ Jón sagði að best væri að aflétta höftunum í einni aðgerð, en ekki í nokkrum skrefum líkt og boðað hefur verið af hálfu Seðlabanka Íslands. „Því lengur sem beðið er með afnám hafta, þeim mun erfiðara verður að losna við þau,“ sagði Jón og taldi afar hættulegt ef hagkerfið næði að laga sig að viðvarandi gjaldeyrishöftum. Franek Rozwadowski sagðist aftur á móti ósammála því að ekki væri hægt að afnema höftin í skrefum, en taldi ekki við hæfi að ræða nánar um þá framkvæmd þar sem í Seðlabankanum væri unnið að endurskoðun áætlunar um afnám haftanna. Um leið kvaðst hann talsmaður þess að höftin yrðu afnumin jafn skjótt og auðið væri, þótt hann teldi snöggt afnám óráðlegt. „Í þessu þarf að vanda til verka,“ sagði hann og kvað stórskaðlegt myndu verða fyrir trúverðugleika landsins ef setja þyrfti á höft á ný eftir afnám að hluta eða í heild. - óká Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Íslenska krónan fylgir þjóðinni næstu árin, burtséð frá því hvort landið gengur í Evrópusambandið eða ekki. Um þetta voru framsögumenn sammála í gær á morgunfundi Íslenskra verðbréfa í Reykjavík. Á fundinum, sem bar yfirskriftina „Endurreisn Íslands“, tóku til máls Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Jón benti á að jafnvel þótt samþykkt yrði aðild Íslands að Evrópusambandinu og Íslendingar vildu taka upp evru þá tæki við margra ára langt ferli aðlögunar. Í sama streng tók Franek Roswadowski sem taldi að krónan yrði hér í notkun í tíu ár hið minnsta. „Ef þið gangið í Evrópusambandið getið þið strax ákveðið að taka upp evru, en um leið er ekki hægt að taka hana upp strax,“ sagði hann og vísaði til þess að uppfylla þyrfti skilyrði Maastricht-sáttmálans til þess að fá að nota evru. Í pallborðsumræðum að loknum framsögum lýstu bæði Jón og Hörður þeirri skoðun að mistök hefðu verið að setja hér gjaldeyrishöft. „Ég myndi vilja afnema þau jafnskjótt og auðið er,“ sagði Jón Daníelsson. „Og með því á ég við fyrir lok þessa árs.“ Jón sagði að best væri að aflétta höftunum í einni aðgerð, en ekki í nokkrum skrefum líkt og boðað hefur verið af hálfu Seðlabanka Íslands. „Því lengur sem beðið er með afnám hafta, þeim mun erfiðara verður að losna við þau,“ sagði Jón og taldi afar hættulegt ef hagkerfið næði að laga sig að viðvarandi gjaldeyrishöftum. Franek Rozwadowski sagðist aftur á móti ósammála því að ekki væri hægt að afnema höftin í skrefum, en taldi ekki við hæfi að ræða nánar um þá framkvæmd þar sem í Seðlabankanum væri unnið að endurskoðun áætlunar um afnám haftanna. Um leið kvaðst hann talsmaður þess að höftin yrðu afnumin jafn skjótt og auðið væri, þótt hann teldi snöggt afnám óráðlegt. „Í þessu þarf að vanda til verka,“ sagði hann og kvað stórskaðlegt myndu verða fyrir trúverðugleika landsins ef setja þyrfti á höft á ný eftir afnám að hluta eða í heild. - óká
Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira