Um fjórtán þúsund atvinnulausir - SA segir ástandið ólíðandi 26. nóvember 2010 12:15 Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Um hádegisbil í gær voru 13.923 án atvinnu á Íslandi skv. vef Vinnumálastofnunar. Samtök atvinnulífsins (SA) telja þetta ólíðandi og hafa lagt fram ítarlega aðgerðaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins og útrýmingu atvinnuleysis samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. SA óska eftir samstarfi við ábyrga aðila um að hefjast handa við að kveða atvinnuleysið niður. Flestir kjarasamningar á almenna og opinbera markaðnum renna út í lok þessa mánaðar eða þess næsta. Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á að stefnt verði að gerð kjarasamninga allra aðila til þriggja ára með með hóflegum launahækkunum. Forsenda þess er að verðbólga verði lág og séð verði fram á styrkingu krónunnar. Sameiginleg markmið verði auknar fjárfestingar og vöxtur, einkum í útflutningsgreinum, og fjölgun starfa. Þar með verði hægt að komast út úr vítahring skattahækkana og niðurskurðar. Mögulegt samstarf aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningaviðræðum var rætt á sameiginlegum fundi síðdegis í gær. Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, stýrði fundinum en fulltrúar bæði almenna og opinbera markaðarins sóttu fundinn. Á fundinum kynntu Samtök atvinnulífsins kjarastefnu samtakanna og undirstrikuðu mikilvægi þess að samstaða skapist um að skapa störf, auka kaupmátt fólks og koma Íslandi út úr kreppunni. Ríkissáttasemjari mun á næstu tveimur vikum kalla eftir sjónarmiðum þeirra fjölmörgu samtaka sem eru á vinnumarkaðnum og kanna hvort grundvöllur sé fyrir því ræða sameiginlega um tiltekin mál og leggja grunn að endurreisnaráætlun á vinnumarkaði. Stefnt er að öðrum fundi eftir hálfan mánuð. Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Um hádegisbil í gær voru 13.923 án atvinnu á Íslandi skv. vef Vinnumálastofnunar. Samtök atvinnulífsins (SA) telja þetta ólíðandi og hafa lagt fram ítarlega aðgerðaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins og útrýmingu atvinnuleysis samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. SA óska eftir samstarfi við ábyrga aðila um að hefjast handa við að kveða atvinnuleysið niður. Flestir kjarasamningar á almenna og opinbera markaðnum renna út í lok þessa mánaðar eða þess næsta. Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á að stefnt verði að gerð kjarasamninga allra aðila til þriggja ára með með hóflegum launahækkunum. Forsenda þess er að verðbólga verði lág og séð verði fram á styrkingu krónunnar. Sameiginleg markmið verði auknar fjárfestingar og vöxtur, einkum í útflutningsgreinum, og fjölgun starfa. Þar með verði hægt að komast út úr vítahring skattahækkana og niðurskurðar. Mögulegt samstarf aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningaviðræðum var rætt á sameiginlegum fundi síðdegis í gær. Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, stýrði fundinum en fulltrúar bæði almenna og opinbera markaðarins sóttu fundinn. Á fundinum kynntu Samtök atvinnulífsins kjarastefnu samtakanna og undirstrikuðu mikilvægi þess að samstaða skapist um að skapa störf, auka kaupmátt fólks og koma Íslandi út úr kreppunni. Ríkissáttasemjari mun á næstu tveimur vikum kalla eftir sjónarmiðum þeirra fjölmörgu samtaka sem eru á vinnumarkaðnum og kanna hvort grundvöllur sé fyrir því ræða sameiginlega um tiltekin mál og leggja grunn að endurreisnaráætlun á vinnumarkaði. Stefnt er að öðrum fundi eftir hálfan mánuð.
Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira