Erlent

Stríðsástand í einu fátækrahverfa Rio de Janeiro

Stríðsástand hefur ríkt í fátækrahverfinu Vila Cruzeira í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu undanfarna daga en þar hafa vopnuð fíkniefnagengi átt í skotbardögum við lögregluna.

Lögreglan hefur neyðst til þess að fá brynvarða bíla lánaða frá hernum til að geta ferðast um fátækrahverfið. Á undanförnum fimm dögum hafa að minnsta kosti 30 manns farist í þessum bardögum.

Lögreglan segir að þeir hafi nú stjórn á hverfinu. Átökin hófust þegar lögreglan reyndi að hreinsa til í glæpalífi hverfisins en það er liður í undirbúningi Brasilíumanna fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta árið 2014 sem haldið verður í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×