Innlent

Tekur ekki afstöðu til málefna sem Alþingi á óafgreidd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson segir að hann muni ekki taka afstöðu til málefna sem Alþingi hafi ekki afgreitt.
Ólafur Ragnar Grímsson segir að hann muni ekki taka afstöðu til málefna sem Alþingi hafi ekki afgreitt.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hann muni ekki taka afstöðu til samninga eða málefna sem Alþingi á eftir að afgreiða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetanum vegna Bloombergs viðtals þar sem fjallað er um Icesave samkomulag sem fullyrt hefur verið að sé í sjónmáli.

Forsetinn segir að það sé grundvallarregla í stjórnskipun Íslands að forseti taki ekki afstöðu til samninga eða málefna sem Alþingi á eftir að afgreiða. „Varðandi Icesave yrði fyrst að ljúka samningnum og þeir síðan að fara fyrir Alþingi og hljóta samþykki þar. Að öðru leyti lýsti forseti í viðtalinu sömu skoðun og fram kom í ræðu hans við setningu Alþingis 1. október síðastliðinn," segir Ólafur Ragnar.

Í setningarræðunni hafi forsetinn sagt: „Úrslitin fólu líka í sér áminningu til allra aðila málsins sem þá var á dagskrá um að þjóðin verður, þegar upp er staðið, að vera sátt við niðurstöður." Forsetinn segir að að þessu leyti hafi ekkert nýtt komið fram í samtalinu við Bloomberg sem ekki hafi komið fram áður.

Í viðtalinu sagði forsetinn orðrétt að ef þess sé krafist að almenningur greiði reikninginn vegna falls einkabanka ætti almenningur að hafa eitthvað að segja um málið við lokaákvörðun þess. Því geti hann ekki samþykkt samning sem verði úr takti við vilja almennings.








Tengdar fréttir

Forsetinn vill aðra atkvæðagreiðslu um Icesave

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vill að þjóðaratkvæðagreiðsla verði aftur um nýtt samkomulag í Icesave deilunni. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann hjá Bloomberg fréttaveitunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×