Innlent

Atli Gíslason mikið í fríi

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, hefur verið frá þingstörfum í bráðum átta vikur. Enginn núverandi þingmanna hefur eins oft og lengi tekið sér frí frá þingstörfum og Atli. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum hinn 1. október, í þriðja sinn frá kosningum, og hefur nú verið 121 dag frá þingstörfum frá kosningunum í maí 2009.

Þess ber að geta að hann þiggur ekki laun frá Alþingi í fjarveru sinni. Engar reglur gilda um það á Alþingi hvernig þingmenn taka sér frí frá störfum, en við það er varamaður kallaður til þingstarfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×