Innlent

Óbeinar reykingar drepa 600 þúsund á ári

Fyrsta alþjóðlega rannsóknin á áhrifum óbeinna reykinga leiðir í ljós að 600 þúsund manns látast árlega af völdum þeirra. Einn þriðji þeirra sem láta lífið vegna óbeinna reykinga eru börn, sem verða fyrir reyknum heimafyrir að því er fram kemur í rannsókninni sem unnin var af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og náði til 192 landa. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að óbeinar reykingar auki líkurnar á vöggudauða, lungnabólgu og astma hjá börnum.

Þá valda óbeinar reykingar hjartasjúkdómum, öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×