Innlent

Gossprungan í Fimmvörðuhálsi - myndskeið

TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar náði einstæðum myndum af gosinu í nótt. Í frétt á heimasíðu Gæslunnar segir að vegna hugsanlegrar ösku var farið að Krísuvík og þaðan til suðurs og 10 sjómílur suður fyrir Surtsey. Þaðan var haldið austur að jöklinum og síðan til norðurs.

„Á þessari leið var vonskuveður og sóttist ferðin hægt," segir ennfremur. Þegar komið var nær landi var klifrað í 7000 fet og blasti þá eldstöðin við eins og sjá má í myndskeiðinu sem myndatökumaður tók um borð í þyrlunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×