Innlent

Herjólfur á áætlun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Núna getur Herjólfur siglt hindrunarlaust, samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun. Mynd/ Arnþór.
Núna getur Herjólfur siglt hindrunarlaust, samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun. Mynd/ Arnþór.
Ferjan Herjólfur siglir samkvæmt ætlun í dag, samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun. Verið er að ljúka við að hreinsa upp svæðið við bryggjuna.

Við sögðum frá því á Vísi.is í dag og í hádegisfréttum Bylgjunnar að Herjólfur strandaði um stund, þegar skipið var að leggja af stað með 500 farþega frá Landeyjahöfn áleiðis til Vestmannaeyja á miðnætti í gærkvöldi.

Ástæðan var sú að ekki var búið að dýpka höfnina eins og áætlað var, þegar hún var tekin í notkun og svo kom í ljós að meiri gosaur hafði borist í hana en reiknað var með. En nú er búið að ganga úr skugga um það að ferjan geti siglt hindrunarlaust.




Tengdar fréttir

Herjólfur strandaði um stund

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur strandaði um stund, þegar skipið var að leggja af stað með 500 farþega frá Landeyjahöfn áleiðis til Vestmannaeyja á miðnætti í gærkvöldi. Siglingastofnun hefur þegar gripið til aðgerða til að tryggja siglingu skipsins um höfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×