Innlent

Funduðu ekki um helgina eins og til stóð

Árni Sæberg skrifar
Frá blaðamannafundi sem boðað var til á föstudag.
Frá blaðamannafundi sem boðað var til á föstudag. Vísir/Einar

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduðu ekki um helginu um stjórnarmyndun eins og til stóð. Þess í stað fóru þeir yfir stöðu mála hver í sínu lagi. Áfram verður fundað í dag.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. Formennirnir þrír greindu frá því fyrir helgi að stefnt væri að því að hefja ritun stjórnarsáttmála í byrjun þessarar viku og að fundað yrði um helgina.

Svo virðist sem þær áætlanir hafi tekið breytingum yfir helgina en Morgunblaðið hefur eftir Þorgerði Katrínu að formennirnir þrír hafi ekki hist um helginu heldur farið yfir vinnu svokallaðra vinnuhópa, hver í sínu lagi.

Niðurstöður vinnuhópanna, sem myndaðir voru í síðustu viku, bendi til þess að enn séu nokkur mál sem flokkana þrjá greinir á um en hún sé vongóð um að takist að leysa úr þeim í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×