Innlent

Brást illa við gagnrýninni

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og lanbúnaðarráðherra, var gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ráða son sinn til að fara yfir skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um fiskveiðimál. Ráðherra brást illa við gagnrýninni.

Bjarni Jónsson, sonur Jóns Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, situr í starfshóp sjávarútvegráðuneytisins sem er gert að fara yfir skýrslu Hafró um áhrif dragnótaveiða í Skagafirði.

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjáflstæðisflokks, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort þetta mætti teljast eðlileg stjórnsýsla. Ásbjörn þurfit að spyrja ráðherra þrisvar áður en hann fékk svar.

„Að mínu viti er þetta algjörlega forkastanlegt og ég ætlast til þess að hæstvirtur ráðherra geti komið hér upp og sagt einungis já eða nei," sagði Ásbjörn Óttarsson á alþingi.

„Hitt frábið ég mig svona málflutningi þó svo að sonur minn gegni.... Hann er líka virtur lífræðingur og á allan rétt að starfa að því og hann er líka í sveitarstjórn Skagafjarðar og stendur vel undir því og hann er líka forstöðumaður Veiðimálstofnunar í Skagafirði og stendur vel undir því," sagði Jón en tíminn var búinn svo hann þurfti að fara úr pontu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×