Sakaður um pyntingar - dæmdur mánuði áður fyrir hrottaskap 26. apríl 2010 13:27 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ryðjast inn á heimili manns, sparka ítrekað í höfuð hans og stela fartölvu fórnalambsins. Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns ásamt öðrum manni í Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum á hann, ásamt nokkrum öðrum mönnum, að hafa rænt manni frá heimili sínu nú rétt eftir páska. Þar eiga þeir að hafa haldið manninum nauðugum í heimahúsi um nóttina og sætti hann þar hótunum, ýmsum líkamsmeiðingum og pyntingum. Manninum var haldið áfram nauðugum fram eftir degi og mun meðal annars hafa verið þvingaður til að stela verkfærakistunni. Ástæða verknaðarins mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld. Aðeins mánuði áður en umræddur maður var handtekinn fyrir þennan glæp var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróft ofbeldisbrot. Þar var hann dæmdur fyrir að ryðjast í heimildarleysi inn á heimili manns að Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Maðurinn sló húsráðanda ítrekað hnefahöggum í höfuð og bringu, íklæddur hönskum úr hörðu efni, þannig að fórnarlambið rotaðist og féll í gólfið. Réðust mennirnir báðir að honum með höggum og spörkum í höfuð og líkama en höfðu síðan á brott með sér Apple MacBook fartölvu að verðmæti um 120 þúsund krónur. 6 menn voru handteknir vegna rannsóknar á frelsissviptingunni eftir páska og húsleitir gerðar á nokkrum stöðum. Við húsleitirnar fannst meðal annars ætlað þýfi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðahald allt til 16. apríl en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæsluvarðhaldi var síðan framlengt um viku yfir einum mannanna. Sá sem var dæmdur fyrir um mánuði síðan hefur hafið afplánun á fyrra broti sínu. Innlent Lögreglumál Tengdar fréttir Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns ásamt öðrum manni í Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum á hann, ásamt nokkrum öðrum mönnum, að hafa rænt manni frá heimili sínu nú rétt eftir páska. Þar eiga þeir að hafa haldið manninum nauðugum í heimahúsi um nóttina og sætti hann þar hótunum, ýmsum líkamsmeiðingum og pyntingum. Manninum var haldið áfram nauðugum fram eftir degi og mun meðal annars hafa verið þvingaður til að stela verkfærakistunni. Ástæða verknaðarins mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld. Aðeins mánuði áður en umræddur maður var handtekinn fyrir þennan glæp var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróft ofbeldisbrot. Þar var hann dæmdur fyrir að ryðjast í heimildarleysi inn á heimili manns að Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Maðurinn sló húsráðanda ítrekað hnefahöggum í höfuð og bringu, íklæddur hönskum úr hörðu efni, þannig að fórnarlambið rotaðist og féll í gólfið. Réðust mennirnir báðir að honum með höggum og spörkum í höfuð og líkama en höfðu síðan á brott með sér Apple MacBook fartölvu að verðmæti um 120 þúsund krónur. 6 menn voru handteknir vegna rannsóknar á frelsissviptingunni eftir páska og húsleitir gerðar á nokkrum stöðum. Við húsleitirnar fannst meðal annars ætlað þýfi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðahald allt til 16. apríl en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæsluvarðhaldi var síðan framlengt um viku yfir einum mannanna. Sá sem var dæmdur fyrir um mánuði síðan hefur hafið afplánun á fyrra broti sínu.
Innlent Lögreglumál Tengdar fréttir Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30