Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2010 16:52 Davíð Garðarsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundið þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar seka um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir jafn langa dóma í héraði. Hæstiréttur segir hins vegar að Guðlaugur hafi neitað sök, á öllum stigum málsins. Í upphafi hafi rannsókn málsins snúið að honum einum og sími hans verið hlustaður í nokkurn tíma. Þá hafi legið fyrir að þau fíkniefni sem um ræddi í málinu höfðu verið flutt með bifreið sem Guðlaugur hafði haft afnot af. Annar sakborningur í málinu, sem iðulega er kallaður Æ í dómnum, hafi borið því við í skýrslutöku hjá lögreglu að Guðlaugur hafi beðið hann um fá mann til að flytja fíkniefnin hingað til lands sem hann hafi gert. Fyrir dómi hafi Æ lýst atvikum á annan veg og borið því við að hann og Pétur Jökull Jónasson hafi staðið saman að skipulagi innflutningsins. Hæstiréttur kemst því að þeirri niðurstöðu að þó fullt tilefni væri til að draga þessa frásögn í efa yrði ekki fram hjá því horft að fyrir dómi hefði enginn borið um hlut Guðlaugs að innflutningnum, sem Æ hafi einn lýst í lögregluskýrslu. Samkvæmt þessu væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Guðlaugur hafi átt þátt að innflutningi fíkniefnanna og var hann sýknaður af þeim sökum. Refsing Péturs Jökuls Jónassonar var milduð úr þriggja ára fangelsi í tveggja ára fangelsi. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundið þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar seka um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir jafn langa dóma í héraði. Hæstiréttur segir hins vegar að Guðlaugur hafi neitað sök, á öllum stigum málsins. Í upphafi hafi rannsókn málsins snúið að honum einum og sími hans verið hlustaður í nokkurn tíma. Þá hafi legið fyrir að þau fíkniefni sem um ræddi í málinu höfðu verið flutt með bifreið sem Guðlaugur hafði haft afnot af. Annar sakborningur í málinu, sem iðulega er kallaður Æ í dómnum, hafi borið því við í skýrslutöku hjá lögreglu að Guðlaugur hafi beðið hann um fá mann til að flytja fíkniefnin hingað til lands sem hann hafi gert. Fyrir dómi hafi Æ lýst atvikum á annan veg og borið því við að hann og Pétur Jökull Jónasson hafi staðið saman að skipulagi innflutningsins. Hæstiréttur kemst því að þeirri niðurstöðu að þó fullt tilefni væri til að draga þessa frásögn í efa yrði ekki fram hjá því horft að fyrir dómi hefði enginn borið um hlut Guðlaugs að innflutningnum, sem Æ hafi einn lýst í lögregluskýrslu. Samkvæmt þessu væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Guðlaugur hafi átt þátt að innflutningi fíkniefnanna og var hann sýknaður af þeim sökum. Refsing Péturs Jökuls Jónassonar var milduð úr þriggja ára fangelsi í tveggja ára fangelsi.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira