Innlent

Síðustu styrkjunum úr Þjóðhátíðarsjóði úthlutað

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Seðlabanki Íslands úthlutaði styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þetta var síðasta almenna úthlutun sjóðsins.

Sjóðnum bárust 273 umsóknir um styrki að fjárhæð samtals um 418 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 59 styrkjum að fjárhæð samtals 35 milljónum króna.

Eftirtaldir aðilar hlutu hæstu styrkina, sem voru um ein milljón hver:

1. Hugvísindastofnun Háskóla Íslands; v. gagnasöfnunar og skráningar á íslensku táknmáli.

2. Ríkisútvarpið, Rás 1; v. þátta um sögu Ríkisútvarpsins í tilefni 80 ára afmælis.

3. Íslensk tónverkamiðstöð; v. flutnings og varðveislu handrita í Þjóðarbókhlöðu.

4. Íslenska landnámshænan; til kynningarstarfs og ræktunar á Vatnsnesi.

5. Fræðslufélag um forystufé; til uppbyggingar fræðaseturs í Þistilfirði.

6. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; til að skrásetja í gagnagrunn allar fornleifar þjóðgarðsins.

7. Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna; til endurgerðar á Hrunaréttum og varðveislu á eyktanöfnum og notkun sólarklukku.

8. Þjóðminjasafn Íslands; til að skrá og nýta heimildir um jörð og byggingar að Þverá í Laxárdal og setja upp sýningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×