Innlent

Stjórnlagaþing: Upplýsingafulltrúinn ráðinn áfram

Erla Hlynsdóttir skrifar
Berghildur Erla hefur sinnt stöðunni frá septembermánuði
Berghildur Erla hefur sinnt stöðunni frá septembermánuði Mynd: Anton Brink

Berghildur Erla Bernharðsdóttir, starfandi upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings, hefur verið ráðin áfram sem upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings.

Alls sóttu tuttugu og tveir um stöðuna og var öðrum umsækjendum tilkynnt um ráðninguna síðdegis í gær með bréfi þar sem segir:

„Um leið og þér er þakkaður áhuginn á starfi upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings upplýsist það hér með að undirbúningsnefnd stjórnlagaþings tók þá ákvörðun á fundi sínum í dag að ganga frá ráðningu Berghildar Erlu Bernharðsdóttur í starfið."

Berghildur Erla var ráðin tímabundið og án auglýsingar í stöðuna í septembermánuði, eins og heimilt er.

Staðan var síðan auglýst til umsóknar þann 3. nóvember, umsóknarfrestur rann út 21. nóvember og gengið frá ráðningu í gær.




Tengdar fréttir

Um fimmtán sækja um stöðu upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings

Umsóknarfrestur um starf upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings rann út í gær. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu stjórnlagaþings hafa borist um fimmtán umsóknir. Vonir standa til að ráðið verði í stöðuna fyrir mánaðarmót, jafnvel strax í þessari viku.

Upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings - listi yfir umsækjendur

Tuttugu og tveir sóttu um starf upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings. Ráðið verður í stöðuna fyrir mánaðarmót. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, sem nú sinnir stöðunni, er meðal umsækjenda. Hún var ráðin tímabundið og án auglýsingar í septembermánuði, en samkvæmt lögum þurftu ekki að auglýsa starfið. Berghildur Erla er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Nýja-Kaupþings og síðar Arion banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×