Innlent

Avatar stjarnan Ribisi í viðræðum við Baltasar

Giovanni Ribisi.
Giovanni Ribisi.
Stórleikararnir Giovanni Ribisi og Ben Foster eru í viðræðum við Baltasar Kormák og Mark Wahlberg um að leika í Contraband. Myndin er endurgerð á mynd Baltasars, Reykjavík-Rotterdam og þegar hafa Kate Beckinsale og Wahlberg sjálfur skráð sig til þátttöku. Wahlberg leikur aðalhlutverkið sem áður var í höndum Baltasars og mun Foster fara með hlutverk mágs hans. Ekki kemur fram hvaða hlutverk Ribisi fær, verði af samningum.

Ribisi hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, nú síðast í stórmyndinni Avatar. Hann vakti fyrst mikla athygli í Friends þáttunum þar sem hann lék bróðir Phoebe. Foster er þekktastur fyrir hlutverk sín í 3-11 to Yuma.

Þetta kemur fram á vef Variety og þar segir að til standi að hefja tökur í janúar á næsta ári og er búist við því að myndin verði frumsýnd 16. mars 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×