Innlent

Innbrot í tvo sumarbústaði við Flúðir

Brotist var inn í tvo sumarbústaði við Flúðir í gærkvöldi og flatskjá meðal annars stolið úr öðrum þeirra. Þjófarnir unnu líka nokkrar skemmdir við að komast inn í bústaðina.

Þeir komust undan á bíl og eru enn ófundnir. Ungur maður, sem er uppvís að innbrotum í fjölmarga sumarbústaði á Suðurlandi á þessu ári, situr nú í gæsluvarðhaldi þannig að áður óþekktir þjófar hafa verið þarna á ferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×