Innlent

Sauðféð rúið inn að skinni

Kindin Assa verður rúin á sunnudag
Kindin Assa verður rúin á sunnudag Mynd: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins fær jólaklippinguna á sunnudag.

Þá mætir Guðmundur Hallgrímsson frá Hvanneyri til rúningsverka en þær eru orðnar æði margar ærnar og hrútarnir sem hann hefur rúið.

Hann kann því vel til verka og ætla má að hann spari ekki lýsingarnar í kringum rúninginn. Guðmundur mun hefjast handa klukkan eitt en með honum í för verður föruneyti kvenna sem munu spinna band úr ullinni.

Jóladagskráin er að hefjast í garðinu og um helgina, milli klukkan tvö og þrjú, verður hægt að skella sér í hestvagnaferð í ríflega aldargömlum hestvagni. Það verður hlutverk hryssunnar Dagvarar að draga vagninn en Dagvör er grá hryssa á 19. vetri. Hestvagninn hefur verið ríkulega skreyttur í anda jólanna og ættu farþegar því að komast í hátíðarskap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×