Innlent

Borgarstjóri afhjúpaði styttu af Tómasi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr, Halla Gunnarsdóttir og Kjartan Magnússon við styttuna af Tómasi.
Jón Gnarr, Halla Gunnarsdóttir og Kjartan Magnússon við styttuna af Tómasi.
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, afhjúpaði styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni eftir Höllu Gunnarsdóttur við Reykjavíkurtjörn í dag.

Styttan sýnir Tómas sem ungan mann þar sem hann situr á bekk við göngustíg við suðurenda Tjarnarinnar. Jakkaföt hans og hárgreiðsla gefa skírskotun til fjórða áratugar síðustu aldar þegar ljóðabókin „Fagra veröld" kom út. Setjast má hjá honum á bekkinn og njóta þess að virða fyrir sér það umhverfi sem hann gerði að yrkisefni.

Borgarstjórn samþykkti árið 2008 tillögu Kjartans Magnússonar um að gerð yrði myndastytta af Tómasi Guðmundssyni og henni komið fyrir á áberandi stað í borginni. Haldin var lokuð samkeppni með forvali og þrír myndlistarmenn valdir úr innsendum umsóknum til þess að útfæra tillögur, vinningshafinn Halla Gunnarsdóttir, Magnús Tómasson og Ragnhildur Stefánsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×