Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segir í pistli á Pressunni.is að það séu ekki skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi yfir Hreiðar Má Sigurðssyni í lögum að hans mati. Eins og kunnug er þá tók héraðsdómi sólarhringsfrest til þess að kveða upp um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Hreiðari. Úrskurðurinn ætti að liggja fyrir í hádeginu í dag.
Sigurður, sem var stjórnarmaður í Glitni fyrri hrun og stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Fons, telur upp þau lagarök sem dómari þurfi að styðja sig við til þess að úrskurða Hreiðar í gæsluvarðhald, ekki nægjanleg til þess að fallast á kröfu sérstaks saksóknara. Sigurður segir að ástæðan sé einföld; það eru tvö ár síðan hrunið varð. Hverjir sem hagsmunirnir hafa verið þá hefur Hreiðar haft nægan tíma til þess að spilla rannsóknarhagsmunum.
„Þegar skilyrði þessi eru skoðuð verður vart séð að Héraðsdómur Reykjavíkur geti úrskurðað Hreiðar Má í gæsluvarðhald núna tæpum tveimur árum eftir hrun; mann sem flýgur til landsins til að mæta í yfirheyrslu þegar hann er boðaður; mann sem í tæp tvö ár hefði geta skotið undan gögnum og haft áhrif á vitni," skrifar Sigurður.
Að lokum vonar hann að dómari standist þá pressu að fara eftir lögum.
„Vonandi stenst Héraðsdómur Reykjavíkur þá pressu sem á honum hvílir frá fjölmiðlum og hafnar beiðni um gæsluvarðhald Hreiðars Más," skrifar Sigurður að lokum.
Pistilinn má lesa hér.