Rann á döðlum í Hagkaup - skaðabótaábyrgð viðurkennd Valur Grettisson skrifar 24. nóvember 2010 14:48 Hagkaup. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í dag að Hagar væru skaðabótaskyldir vegna konu sem rann á döðlum í Hagkaup árið 2005. Konan var að versla í Hagkaup á Seltjarnarnesi þegar hún steig ofan á döðlu, sem var á gólfi verslunarinnar, og rann við það og skall með vinstra hnéð í gólfið. Í dómsorði segir að konan hefði verið flutt á bráðamóttöku til aðlhynningar vegna slyssins. Konan starfaði í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar og var óvinnufær í tíu daga eftir slysið. Hagar mótmæltu kröfunni ásamt tryggingafélagi sínu, Sjóvá. Forsvarsmenn Haga vildu meina að ógerningur væri fyrir starfsfólk og rekstraraðila verslana að koma alfarið í veg fyrir slíkt tjón, jafnvel þótt fyllsta aðgæsla væri viðhöfð við þrif og eftirlit. Væri því um óhappatilvik að ræða. Á þetta fellst dómur ekki á og segir í niðurstöðu hans að ávaxta- og grænmetisdeild verslunarinnar væri við innganginn og þurfa allir viðskiptavinir að ganga þar í gegn. Mátti konan því gera ráð fyrir, að leiðin inn í verslunina væri hættulaus. Verður henni ekki virt það til eigin sakar, að hafa ekki haft augun á gólfinu þegar hún gekk um ávaxtadeildina. Samkvæmt upplýsingum þáverandi verslunarstjóra, sem kvaðst reyndar ekki hafa verið á vakt umrætt sinn, var ekki að finna neina aðvörun til viðskiptavina um að gólfið gæti reynst hált eða varasamt af völdum matvæla eða af öðrum orsökum. Skaðabótaskyldan er því viðurkennd. Þá þurfa Hagar að standa straum af málskostnaði konunnar sem eru 740 þúsund krónur. Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í dag að Hagar væru skaðabótaskyldir vegna konu sem rann á döðlum í Hagkaup árið 2005. Konan var að versla í Hagkaup á Seltjarnarnesi þegar hún steig ofan á döðlu, sem var á gólfi verslunarinnar, og rann við það og skall með vinstra hnéð í gólfið. Í dómsorði segir að konan hefði verið flutt á bráðamóttöku til aðlhynningar vegna slyssins. Konan starfaði í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar og var óvinnufær í tíu daga eftir slysið. Hagar mótmæltu kröfunni ásamt tryggingafélagi sínu, Sjóvá. Forsvarsmenn Haga vildu meina að ógerningur væri fyrir starfsfólk og rekstraraðila verslana að koma alfarið í veg fyrir slíkt tjón, jafnvel þótt fyllsta aðgæsla væri viðhöfð við þrif og eftirlit. Væri því um óhappatilvik að ræða. Á þetta fellst dómur ekki á og segir í niðurstöðu hans að ávaxta- og grænmetisdeild verslunarinnar væri við innganginn og þurfa allir viðskiptavinir að ganga þar í gegn. Mátti konan því gera ráð fyrir, að leiðin inn í verslunina væri hættulaus. Verður henni ekki virt það til eigin sakar, að hafa ekki haft augun á gólfinu þegar hún gekk um ávaxtadeildina. Samkvæmt upplýsingum þáverandi verslunarstjóra, sem kvaðst reyndar ekki hafa verið á vakt umrætt sinn, var ekki að finna neina aðvörun til viðskiptavina um að gólfið gæti reynst hált eða varasamt af völdum matvæla eða af öðrum orsökum. Skaðabótaskyldan er því viðurkennd. Þá þurfa Hagar að standa straum af málskostnaði konunnar sem eru 740 þúsund krónur.
Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira