Fótbolti

FCK tapaði í Rússlandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Danska liðinu FCK mistókst að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið tapaði, 0-1, fyrir Rubin Kazan í Rússlandi. FCK er samt enn í öðru sæti fyrir lokaumferðina í riðlinum með stigi meira en Rubin.

Rubin skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þá var dæmd afar umdeild vítaspyrna á FCK fyrir litlar sakir.

Christian Noboa var ekki að velta sér of mikið upp úr því og skoraði af fádæma öryggi.

FCK komst næst því að jafna í síðari hálfleik er liðið skaut í slá. Liðið sótti án afláts lokamínúturnar án árangurs.

Sölvi Geir Ottesen lék ekki með FCK í kvöld þar sem unnusta hans á von á barni á hverri stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×