Erlent

Taugatrekkjandi að semja við Norður Kóreumenn

Það getur tekið verulega á taugarnar að standa í samningaviðræðum við Norður Kórerumenn. Nokkrir vestrænir diplómatar hafa greint frá reynslu sinni í þeim efnum.

Samingamenn Norður Kóreu eiga það til að berja hnefunum í borðið og öskra og þeir eiga til að storma út af fundum í tíma og ótíma.

Önnur taktík þeirra er að lesa upp fyrirfram skrifað texta á fundum svo tímum skiptir án þess að leyfa neinar truflanir á þeim lestri. Textinn er stundum í litlum tengslum við efni fundarins.

Persónulegar hótanir á samningafundum hafa einnig komið upp. Þannig lenti William Perry þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna eitt sinn í því að formaður Norður Kóreska herráðsins sagði við ráðherrann að hann vissi nákvæmlega hvar ráðherrann byggi og ef hann hætti ekki þrýstingi sínum á Norður Kóreu gæti heimili hans furðrað upp í eldhafi.

Hinsvegar virðast Norður Kóreumenn veikir fyrir eigin meðulum. Þannig barði bandarískur samningamaður eitt sinn í borðið á fundi með þeim og stormaði út. Fimm mínútum síðar var bankað á dyr hans og þess óskað að viðræðunum yrði haldið áfram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×